Sigmundur Ernir, þessi elska, maður veit bara aldrei hvað hann gerir næst..
Hvernig er það nú, ég minnist þess að hafa verið outraged í október þegar ég var í minni eigin klámrannsókn sem ég svo skrifaði ritgerð um, hér á þessu bloggi og ég minnist ekki að hafa fengið neitt svakalegt feedback en núna er allt vitlaust vegna Kompás þáttarins... ekki ber svo að skilja að mér hafi fundist þátturinn lélegur eða sé að líkja mér við Sigmund, síður en svo.
Mér finnst bara eins og þetta mál sé eins og DV málið, allt og allir alveg spinnigal í svona viku og svo ekkert.
Hefur fólk ekki verið að fylgjast með þessari umræðu um kynferðisafbrotamenn, bæði hérna heima og erlendis? Hafa ekki allir skoðun á því hversu fáránleg löggjöfin er?
Saga Thelmu vakti gífurlega athygli og margir tóku sér frí frá vinnu til að geta sökkt sér í hryllingin sem pabbi þeirra beitt þær systur..... málið er bara það að við vitum öll af kynferðislegu ofbeldi; erum við ekki bara orðin ónæm á umræðunni og stöðugt í trúnni að þetta gerist ekki fyrir okkar barn? eða það sem verra er, maðurinn sem við hjúfrum okkur upp að þegar við förum að sofa er kannski að dreyma um 13 ára litla fermingarstelpu í staðin fyrir þig?
Þessir menn eru nefnilega bara "venjulegir" menn; það er auðvelt að smella ósýnilegum límmiða á ennið á þeim -skrýmsli- en nú er það þannig (og rannsóknir hafa sýnt) að gerendur eru venjulegir Jón og Jói sem eiga fjölskyldu, stunda vinnuna sína og eiga börn. Þeir hafa oftar en ekki misnotað fleira en eitt barn og munu líklega misnota eins mörg eða þangað til/ef kemst upp um þá, þetta verður fíkn.
Ég hef spurt mig um hænuna og eggið í þessu máli.
Ég sló inn Freud á yahoo um daginn og síða no.4 var með barnaklámi og nauðgunarklámi.
Var eftirspurn og framboðið svarði því kalli eða var framboð sem skapaði eftirspurn? Netið er uppfullt af stelpum sem ættu að vera í hvítum serkil með blóm í hárinu og karlmönnum vel yfir fertugu að taka svoleiðis á þeim.
Þetta er ekki spurningin um fullnægingu kynþarfar, við erum að tala um power play, the thrill of the chase. Tæknilega séð ætti það ekki að skipta máli hvaða gat þeir stinga honum inn í, píka er bara píka.
Þessir fjölskyldumenn hafa fyrir því að mynda samband við stelpuna og tæla hana hægt og rólega... Þetta eru bara hugarleikir sem þeir dunda sér við, grunlaus stelpan veit ekki meir, bara óörugg og forvitin og spennt að einhver sýni sér áhuga....
Hvað er svo hægt að gera? Hvernig stoppum við þetta?
Er hægt að stoppa þetta?
Meðferð á þessum mönnum virkar ekki nema þeir sýni einbeittan vilja til að hætta þessari hegðun og skilja að hún sé röng; en nota bene það er oftast eftir að þeir hafa náðst, menn fara sjaldan sem aldrei sjálfviljugir í meðferð.
Hvaðan kemur þessi táningsdýrkun?
Það er vitað að sifjaspell hefur verið frá örófi manna en hvernig er það með eldri menn og ungar stelpur?
Þetta er augljóslega ekki grái fiðringurinn með rauða sportaranum, leðurbuxunum og blondínunni... neinei, þessi menn vilja vera "vinir" þessara stúlka og dirty talka við þær.
Gætu þessir menn fengið útrás á Rauða símatorginu ef 12 ára stelpa væri fengin til að tala inn á? Ég efa það..... það er meira spennandi að sjá hversu langt þeir komast með grunlausa litla fermingarbarnið....
Þetta er víst fíkn eins og svo margt.
Fólk veit að reykingar skaða líkamann en hættir samt ekki að reykja.
Fólk veit að það græðir ekki á endanum á því að vera gambler en dælir samt peningum í kassann.
Fíknin hefur sterk tök á mönnum, sérstaklega ef menn sjá ekkert rangt við þessa hegðun, það að vita að eitthvað sé rangt og svo að finnast það sjálfum er bara ekki það sama.
Viðhorf spáir ekki endilega fyrir um hegðun.
sama spurningin, hvað skal gera?
ég persónulega veit ekki svarið, ég held að þyngri löggjöf myndi ekki stöðva þessa menn né ef klám færi af netinu..kannski gæti klámvæðing samfélagsins dregið úr þessu og þó....
Blátt áfram er að reyna vekja athygli á þessu máli með (að mörgum finnst) sjokkerandi auglýsingum.
Nú hafa rannsóknir í sálfræði sýnt það að þessar aðferðir, að láta foreldrana pressa á krakkana til að athuga hvort að eitthvað hafi gerst og að kenna börnum að segja frá, leiðir oftar til þess að börn skálda misnotkun. Þessar aðferðir hafa orðið til þess að saklaust fólk fer bakvið lás og slá en hinir seku ganga frjálsir.
Þetta er ótrúlega erfitt viðfangs og það er mjög lítið sem við vitum um hvað skal gera við þessa menn, það virðist ekki einu sinni virka að gelda þá, kannski ættum við bara að horfa til Kubricks og fara í skilyrðingar, það er pæling.
En eins og ég segi; what to do?
Kennarinn minn Monica sagði: Dont trust anybody with your kids.
Hvernig lýst ykkur á það?
Kannski hafði miðill rétt fyrir sér þegar ég var lítil; kannski enda ég á því að vinna sem barnasálfræðingur....
þetta er mín pæling í málinu sem er heitast í bloggheiminum um þessar mundir...
annars er ég að drukkna í opinberri stjórnsýslu og vinnusálfræði, ætla að bjóða Örnu minni á ÍD á föstudagskvöldið, vinna á Prikinu annað kvöld, útskríft hjá Marínu frænku á laugardag og námskynning sálfræðideildarinnar í HÍ á sunnudag-sem Anima sér um... gaman að því...
ég styrkist í trú minni á hverjum degi að austurlönd kalli nafn mitt...
ég var andvaka í gær að skipuleggja hvort að ég gæti, með mikið af olnboga fitu, útskrifast næsta sumar eftir ár....
ég át einn pakka af smint sem hvítir tennurnar í dag en hef ekki tekið eftir neinum mun. Ég ákvað að nýta mér fræðina og telja sjálfri mér trú um placebo effect smint og þá sem örvandi lyfs svo ég myndi hætta að slefa á bækurnar mínar...
best að fara ná fegurðarblundinum.... langur dagur framundan á morgun, hvet fólk til að heimsækja mig á Prikið þar sem ég verð frá kl.18...
***hvernig er það svo, er þetta bara bull í mér?*****
arrigato
siggadögg
-sem fann hárkollu í niðurfallinu í sturtunni sinni og óttaðist að vera komin með krabbamein-
miðvikudagur, febrúar 22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Argh argh argh
er allt sem ég hef að segja um þetta mál.
Já.. fussssss.. djö... ég veit ekki eins og Steinunn hvað skal segja. Ég er búin að segja mína skoðun á þessu máli.
Ég styð placebo-hvítinguna. Ég ætla að fara að smyrja matarsóda á tennurnar á mér og telja VIRKILEGA að það beri árangur.. þá e.t.v. gerist e-ð.
Skrifa ummæli